Alls eru skráðar sex eignir á höfuðborgarsvæðinu undir fjörutíu milljónum króna. Eignirnar eru frá þrjátíu til 67 fermetrar að stærð og allar afar ólíkar.

Hugguleg risíbúð á besta stað í Hafnarfirði, Brattakinn 5, 39.9 milljónir króna sem er skráð 43,1 fermetrar að stærð. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, hjónaherbergi, barnaherbergi og bjart alrými. Eignin er undir súð og því stærri en fermetratalan segir.

Mynd/Hraunhamar
Mynd/Hraunhamar
Mynd/Hraunhamar
Mynd/Hraunhamar

30 fermetra íbúð í fallegu umhverfi að Skeggjagötu 15 í austurbæ Reykjavíkur.

Eignin skiptist í samliggjandi stofu og eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymslu. Stór og gróinn garður í kringum húsið. Afskaplega góð staðsetning í norðurmýrinni með miðbæinn og alla þá nærþjónustu, mannlíf og menningu í göngufjarlægð.

Mynd/Alda
Mynd/Alda

Einstaklega falleg 37,7 fermetra risíbúð í Drápuhlíð í Hlíðunum í Reykjavík. Falleg og björt þriggja herbergja íbúð í mikið endurnýjuðu húsi.

Eignin skiptist í eldhús, baðherbergi, barna herbergi, hjónaherbergi, stofu og geymslu.

Íbúðin er sérlega vel staðsett eign í mikilli nálægð við leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Göngufjarlægð í verslun, þjónustu, miðbæinn og útivist t.d í Öskjuhlíð, Klambratúni og Nauthólsvík.

Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson
Mynd/Pálsson

Sjarmerandi 67,3 fm, tveggja herbergja íbúð á jarðhæð á Þingholtsstræti með sérinngangi í fallegu timburhúsi með steyptri jarðhæð. Íbúðin er staðsett í Þingholtunum í hjarta miðborgarinnar. 
Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi.

Ásett verð fyrir eignina er 39,6 milljónir.

Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova

Falleg fjölnota eign á vinsælum stað á Sogavegi í Reykjavík. Eignin er skráð sem vinnustofa og er ekki samþykkt sem íbúð.
Eignin er skráð 53,4 m2 samkvæmt Þjóðskrá og er mikið endurnýjuð. Eignin er á frábærum stað og með sér inngangi.

Komið er inn í parketlagða forstofu alrýmið er parketlagt og mikil lofthæð og bitar í loftum sem setja sterkan svip á rýmið.
Baðherbergi er rúmgott og það er flísalagt og sér geymsla fylgir. Ásett verð er 35,9 milljónir.

Mynd/Höfði
Mynd/Höfði
Mynd/Höfði

Tveggja herbergja 57,3 fermetra íbúð á 4. hæð við Þórufell í Reykavík er nýlega komin á sölul. Íbúðin er með rúmgóðar svalir með falllegu útsýni til suðurs og að nærumhverfi. Samgöngur og verslun í göngufæri.

Ásett verð er 39,9 milljónir.

Mynd/101 Reykjavík fasteignasala
Mynd/101 Reykjavík fasteignasala