Karl­­maður á fer­tugs­aldri var í Héraðs­­dómi Reykja­víkur úr­­­skurðaður í sex daga gæslu­varð­hald vegna gruns um kyn­­ferðis­brot. Maðurinn var hand­­tekinn í heima­húsi í Reykja­­vík um helgina eftir að lög­­reglu barst til­­­kynning um málið.

Þetta kemur fram í til­­­kynningu frá kynningar­full­­trúa lög­­reglunnar á höfuð­­borgar­­svæðinu. Engar aðrar upp­­­lýsingar koma fram í til­­­kynningunni og lög­regla hyggst ekki veita þær að svo stöddu.