Fjöl­skyldu­faðir á sex­tugs­aldri var dæmdur í dag í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á grunn­skóla­aldri.

Maðurinn var á­kærður fyrir mörg gróf kyn­ferðis­brot og voru á­kæru­liðir sau­tján talsins en hann var sýknaður af sumum á­kæru­liðum. Maðurinn hefur verið í gæslu­varð­haldi frá því í nóvember en lög­reglan á Suður­nesjum er með fleiri brot til rann­sóknar.

Ídómi Héraðs­dóms Reykja­ness segir að maðurinn hafði sam­band við stúlkurnar í gegnum sam­skipta­for­ritið Snapchat þar sem hann klæmdist við þær, sendi þeim klám­myndir og fékk þær til senda sér myndir. Þá var hann ekki á­kærður fyrir nauðgun gegn stúlku í bíl og annarri á gisti­heimili.

Hann var sak­felldur fyrir þrjár nauðganir og mörg önnur gróf kyn­ferðis­brot. Maðurinn fékk einnig stúlkur til að nota kyn­lífs­hjálpar­tæki við kyn­lífs­at­hafnir og taka upp mynd­bönd og láta senda sér.

Á sér engar málsbætur

Maðurinn er sagður hafa greitt stúlkunum fyrir ýmsar kyn­ferðis­legar at­hafnir og mynd­sendingar meðal annars með raf­rettum, raf­rettu­á­fyllingar­vökva, á­fengi, undir­fötum og kyn­lífs­hjálpar­tækjum.

Í dómnum segir að fram­kvæmd var geð­rann­sókn á manninum af dóm­kvöddum mats­manni og segir þar að maðurinn var fær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðar­stundum. Hann var því metinn sak­hæfur.

Héraðs­dómur Reykja­ness sagði manninn ekki eiga sér neinar máls­bætur og var hann sem fyrr segir dæmur í sex ára fangelsi að frá­dregnu gæslu­varð­haldi sem hann hefur setið síðan í nóvember.

Hann var dæmdur til að greiða stúlkunum fimm miska­bætur. Einn fær 2,5 milljónir, ein 2 milljónir, ein 1,5 milljónir og tvær eina milljón hvor.

Þá þarf maðurinn að greiða máls­varnar­laun verjanda síns 7,1 milljón á­samt öðrum máls­kostnaði að upp­hæð 4 milljón króna.