Fjölskyldufaðir á sextugsaldri var dæmdur í dag í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á grunnskólaaldri.
Maðurinn var ákærður fyrir mörg gróf kynferðisbrot og voru ákæruliðir sautján talsins en hann var sýknaður af sumum ákæruliðum. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í nóvember en lögreglan á Suðurnesjum er með fleiri brot til rannsóknar.
Ídómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafði samband við stúlkurnar í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann klæmdist við þær, sendi þeim klámmyndir og fékk þær til senda sér myndir. Þá var hann ekki ákærður fyrir nauðgun gegn stúlku í bíl og annarri á gistiheimili.
Hann var sakfelldur fyrir þrjár nauðganir og mörg önnur gróf kynferðisbrot. Maðurinn fékk einnig stúlkur til að nota kynlífshjálpartæki við kynlífsathafnir og taka upp myndbönd og láta senda sér.
Á sér engar málsbætur
Maðurinn er sagður hafa greitt stúlkunum fyrir ýmsar kynferðislegar athafnir og myndsendingar meðal annars með rafrettum, rafrettuáfyllingarvökva, áfengi, undirfötum og kynlífshjálpartækjum.
Í dómnum segir að framkvæmd var geðrannsókn á manninum af dómkvöddum matsmanni og segir þar að maðurinn var fær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundum. Hann var því metinn sakhæfur.
Héraðsdómur Reykjaness sagði manninn ekki eiga sér neinar málsbætur og var hann sem fyrr segir dæmur í sex ára fangelsi að frádregnu gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið síðan í nóvember.
Hann var dæmdur til að greiða stúlkunum fimm miskabætur. Einn fær 2,5 milljónir, ein 2 milljónir, ein 1,5 milljónir og tvær eina milljón hvor.
Þá þarf maðurinn að greiða málsvarnarlaun verjanda síns 7,1 milljón ásamt öðrum málskostnaði að upphæð 4 milljón króna.