Karl­maður á sex­tugs­aldri var ný­lega dæmdur til sex ára fangelsis fyrir að brjóta kyn­ferðis­lega á fjórum konum sem allar eru með þroska­skerðingu. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða þeim bætur. Frá dómnum er greint á vef Vísis.

Þar kemur fram að brotin hafi verið fram frá árinu 2014 og til ársins 2018. Brot mannsins voru fjöl­mörg en hann nauðgaði konunum, hótaði að birta af þeim nektar­myndir og að drepa sjálfan sig. Auk þess fékk hann þær til að taka pening út úr hrað­banka fyrir sig. Eitt brotanna á að hafa átt sér stað í bíl í Heiðmörk og annað inni á salerni í Holtagörðum.

Maðurinn þekkti allar konurnar fyrir en var ekki skyldur þeim. Þá kemur fram á vef Vísis að á einum tíma­punkti hafi hann sætt nálgunar­banni gagn­vart einni konunni og barn­ungri dóttur hennar.