Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita að­stoðar á slysa­deild eftir að til á­taka kom í Borgar­holts­skóla í Grafar­vogi um há­degis­bil í dag. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Lög­reglunni á Höfuð­borgar­svæðinu.

Upp­lýsingar um á­verkar þeirra sem fluttir voru á slysa­deild liggja enn áður hefur komið fram að enginn hafi slasast alvarlega.

Líkt og fram hefur komið voru um­­­fangs­­­miklar lög­­­reglu­að­­­gerðir í Borgar­holts­­­skóla um í há­­­deginu í dag.

Greint hefur verið frá því að ungur karl­­­maður hafi mætt í skólann vopnaður hafna­­­bolta­kylfu og hníf. Ekki er ljóst að svo stöddu af hvaða til­­efni maðurinn mundaði hafna­­bolta­kylfuna.

Nem­endum og starfs­fólki Borgar­holts­skóla var mjög brugðið eftir at­burði dagsins en nem­enda­fé­lagið hefur þegar for­dæmt á­tökin.

Lög­regla segir rann­sókn málsins enn vera á frum­stigi og mun því ekki veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu.