Breskur karl­maður sem setti þrettán mánaða gamalt stúlku­barn ofan í þurrkara mun sæta fangelsis­vist í sjö ár, en dómur yfir manninum var kveðinn upp í Edin­borg í dag, að því er fram kemur á vef BBC.

Frammi fyrir dómara sagði maðurinn sem heitir Thomas Dunn og er 25 ára gamall, að hann hefði einungis „að­stoðað“ barnið, sem hefði klifrað ofan í vélina sjálft. Hann hefði ekki lokað dyrunum á barnið og verið að fíflast en vélin hefði farið af stað fyrir slysni.

At­vikið átti sér stað árið 2017 og segist Dunne ein­fald­lega hafa ýtt fót­legg hennar inn í vélina eftir að hún hafi klifrað þangað sjálf. Viður­kenndi hann að um dóm­greindar­brest hefði verið um að ræða. Er haft eftir dómaranum að Dunn sé heppinn að ekki hafi verið réttað yfir honum fyrir morð.

Dunn hlaut einnig dóm fyrir að hafa áður ráðist á stúlkuna með þeim af­leiðingum að hún höfuð­kúpu­brotnaði í janúar 2018.