Þessa dagana er unnið að upp­setningu eftir­lits­mynda­véla sem í­búar í Linda- og Sala­hverfi völdu í í­búa­kosningum í verk­efninu Okkar Kópa­vogur. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Kópa­vogs­bæ. 

Þegar hafa verið settar upp og teknar í notkun vélar við Skógar­lind og undir brúar­stólpa Reykja­nes­brautar. Auk þeirra mynda­véla bætast svo við eftir­lits­vélar við skyndi­bita­staðinn KFC, við nýjan Arnar­nes­veg og á Vatns­enda­veg við Ögur­hvarf. Upp­setningu þeirra og tengingum vélanna við stjórn­stöð lög­reglu verður lokið á næstunni. 

„Með þessum vélum eru allar þær bif­reiðar sem koma inn og út úr austur­hluta Kópa­vogs myndaðar sem gerir eftir­lit lög­reglu með hverfunum auð­veldara,“ segir í til­kynningu frá bænum. 

Kópa­vogs­bær sér um upp­setningu vélanna sem eru annars vegar yfir­lits­vélar og hins vegar vélar sem taka mynd af númerum bíla. Verk­efnið er unnið í sam­vinnu Kópa­vogs­bæjar, Neyðar­línunnar og lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, en lög­reglan hefur ein rétt til þess að skoða mynd­efni úr vélunum.