Sam­fé­lags­miðla­risinn Face­book mun á næstunni til­kynna breytingar á því hvað þjóðar­leið­togar og stjórn­mála­menn geta sagt á miðlinum en þetta hefur CNN eftir heimildar­manni sem tengist málinu. Hingað til hafa stjórn­mála­menn fengið á­kveðið svig­rúm þegar kemur að reglum miðilsins þar sem það sem þeir hafa að segja telst oft til frétta.

Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, var út­hýst á miðlinum fyrir fullt og allt fyrr á árinu vegna um­mæla hans í kringum ó­eirðirnar við banda­ríska þing­húsið þann 6. janúar en um var að ræða for­dæmis­lausa á­kvörðun hjá fyrir­tækinu. Nú mun miðillinn ekki ganga út frá því að það sem þjóðar­leið­togar segja eigi efni í um­ræðuna og þurfi því ekki að sæta sömu reglum og aðrir.

Endurtekin brot geta leitt til banns

Það er þó ekki þar með sagt að stjórn­mála­menn þurfi að lúta sömu reglum og al­mennir borgarar en þeir munu enn fá undan­þágur frá á­kveðnum reglum. Þá mun Face­book greina sér­stak­lega frá því þegar undan­þágur eru veittar í á­kveðnum til­fellum.

Að því er kemur fram í frétt CNN um málið mun Face­book einnig kynna til leiks nýtt strika­kerfi til að skoða endur­tekin brot á reglum. Þannig gætu hátt settir aðilar átt von á tíma­bundnu banni á miðlinum ef þeir gerast upp­vísir að endur­teknum brotum, til að mynda með hatur­s­orð­ræðu eða fyrir að hvetja til of­beldis.