Öldungadeild þings Kaliforníuríkis samþykkti á þriðjudag frumvarp sem myndi flokka fólk í verktöku fyrir fyrirtæki á borð við Uber og Lyft sem starfsmenn.

Verði lögin undirrituð er þessi ráðstöfun líkleg til að draga úr sveigjanleika þess taki að sér stök verkefni í stað fastráðningar.

Talið er að nýju lögin nái til einnar milljón starfsmanna í Kaliforníu.

Dagblaðið New York Times segir að frumvarpið hafi verið samþykkti með 29 atkvæðum gegn 11. Gert er ráð fyrir að lagafrumvarpið muni fara í gegnum fulltrúaþingið. Ríkisstjóri Kaliforníu Govin Newsom hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið.

Frumvarpið nær meðal annars til fyrirtækja sem bjóða vörur og þjónustu í gegnum smáforrit eða öpp. Gangi það eftir verður þrengt að skilyrðum um verktöku þegar um launþegasamband er í raun að ræða. Með þeirri gerviverktöku sem hefur aukist með deilihagkerfinu nýtur fólk ekki grundvallarréttinda vinnumarkaðar á borð við lágmarkslaun, greidda veikindadaga og sjúkratryggingabætur.

Að sögn New York Times segir að fyrirhuguð lagasetning sé líklegt til áhrifa í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Verkalýðsfélög hafa þrýst á um svipaða löggjöf í New York ríki og víðar.