Úkraínsk börn sem bú­sett eru á Hótel Sögu og eru ekki komin með lög­heimili á Ís­landi hafa fengið stofu í Vestur­bæjar­skóla til að halda á­fram námi með kennurunum frá heima­landi þeirra.

„Reykja­víkur­borg á­kvað því að koma á sér­stöku skóla­úr­ræði svo skóla­ganga þeirra myndi ekki rofna frekar,“ segir í til­kynningu sem birtist á heima­síðu Reykja­víkur­borgar.

Skóla- og frí­stunda­svið hefur ráðið tvo kennara til að kenna börnunum og undir­búa þau undir nám í ís­lenskum skólum. Kennararnir komu sjálfar til landsins í sumar og eru báðar frá Odessa.

Börnin eru tíu talsins en búast má við því að þeim fjölgi bráðum, sam­kvæmt til­kynningunni. Þau fá kennslu í úkraínsku, ensku, sam­fé­lags­fræði, stærð­fræði og ís­lensku. Börnin fá þá einnig fræðslu um ís­lenskt skóla­kerfi sem býr þau undir það að fara í al­menna skóla.

Anzhela Svarychevska, Olha Parfonova og Oksana Shabatura, kennarar.
Mynd/Reykjavíkurborg

„Við höfum fengið rosa­lega góðar mót­tökur í skólanum hér. Þau leyfa okkur að nota textíl­stofur, eld­hús og í­þrótta­sal og annað þegar er laust hjá þeim,“ segir Ok­sana Shabatura, kennarinn sem sér um fræðslu á skóla­kerfinu og ís­lensku­kennslu.

Skóla­stjóri Vestur­bæjar­skóla, Margrét Einars­dóttir, segir það hafa verið sjálf­sagt mál að bjóða börnunum til þeirra, fyrst þau höfðu pláss. „Við kynntum þetta fyrir börnunum og þau hafa boðið þau vel­komin og finnst þetta sjálf­sagt. Við erum fjöl­menningar­legur skóli, hér eru börn frá hjátt í þrjá­tíu löndum, þannig að þetta er bara eðli­legt í okkar skóla,“ segir Margrét.