Frændsystkyni eiginkonu mannsins sem féll frá borði í línubátnum Sighvati laugardaginn 3. desember síðastliðinn hafa ákveðið að hrinda af stað söfnun fyrir fjölskylduna.

Þetta kemur fram í færslu sem Karen Lind Óladóttir birtir á samskiptamiðlinum Facebook í kvöld. Hægt er að nálgast reikningsupplýsingar hér fyrir neðan.

„Þann 3. desember síðastliðinn varð slys um borð í línubátnum Sighvati sem varð til þess að elsku Bhong, maður Ingu Bjargar frænku okkar, féll fyrir borð. Þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki og eftir standa Inga Björg og börnin þeirra þrjú með brotin hjörtu.

Eins og gefur að skilja er áfallið mikið fyrir fjölskylduna og maður fyllist vanmætti í svona aðstæðum. Okkur frændsystkinum Ingu Bjargar langar til að leggja okkar af mörkum við að aðstoða þau á þessum erfiðu tímum og við vitum að margir vilja vera með í því.

Við höfum því ákveðið að hefja söfnun með það í huga að létta undir með þeim fjárhagslega á erfiðum tímum sem framundan eru. Söfnunarreikningurinn er á mínu nafni og munum við færa Ingu Björgu allt það sem mun safnast fyrir jól.“

Eins og fjallað var um á vef Fréttablaðsins fyrr í þessum mánuði féll skipverji frá borði línuskips í eigu Vísis hf þann 3. desember.

Framkvæmdastjóri Vísis greindi frá nafni mannsins í tilkynningu 6. desember en hann hét Ekasit Thasaphong og bjó í Grindavík ásamt eiginkonu og þremur börnum.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Kennitala: 290489-2619

Reikningsnúmer: 0143-05-062087