Ríkis­stjórn Íslands á­kvað á fundi sínum í morgun að setja á fót sér­stakan stýri­hóp sjö ráðu­neytis­stjóra um sam­fé­lags­leg og hag­ræn við­brögð við Co­vid-19 veirunni. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá for­sætis­ráðu­neytinu. „Út­breiðsla Co­vid-19 veirunnar hefur víð­tæk sam­fé­lags­leg og efna­hags­leg á­hrif um allan heim sem birtist m.a. í lækkun hluta­bréfa í kaup­höllum og sam­drætti í ferða­þjónustu. Stjórn­völd fylgjast náið með fram­vindu mála og leggja á­herslu á að styrkja sam­hæfingu stjórn­valda þannig að unnt verði að grípa til við­eig­andi ráð­stafana á hverjum tíma,“ segir í frétta­til­kynningunni.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna­deildar Ríkis­lög­reglu­stjóra í gær að líkurnar á því að veiran komi til Ís­lands fara vaxandi.

Covid-19 smitum heldur á­fram að fjölga á heims­vísu en átta ný til­­­felli greindust á Norður­löndunum í gær. Fimm í Sví­­þjóð og þrjú ný í Noregi. Smitaðir höfðu allir ferðast til staða þar sem vitað er að smit hafi greinst. Því er um að ræða alls sjö smit í Sví­­þjóð, fjögur í Noregi og eitt í Dan­­mörku.

Stýri­hópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauð­syn­leg sam­fé­lags­leg og efna­hags­leg við­brögð á hverjum tíma, sam­kvæmt for­sætis­ráðu­neytinu.

Stýrihópinn skipa: Bryn­dís Hlöð­vers­dóttir, ráðu­neytis­stjóri for­sætis­ráðu­neytis, Ásta Valdimars­dóttir, ráðu­neytis­stjóri heil­brigðis­ráðu­neytis, Gissur Péturs­son, ráðu­neytis­stjóri fé­lags- og barna­mála­ráðu­neytis, Guð­mundur Árna­son, ráðu­neytis­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis, Haukur Guð­munds­son, ráðu­neytis­stjóri dóms­mála­ráðu­neytis, Kristján Skarp­héðins­son, ráðu­neytis­stjóri at­vinnu- og ný­sköpunar­ráðu­neytis, Sturla Sigur­jóns­son, ráðu­neytis­stjóri utan­ríkis­ráðu­neytis.