Eig­endur veitinga­staðar í mið­borg Reykja­víkur eiga yfir höfði sér kæru vegna brota á sótt­varna­reglum en þegar lög­reglu bar að garði þangað í gær var hann enn opinn þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu. Sam­kvæmt gildandi reglum eiga allir veitinga­staðir að loka klukkan tíu.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fór í eftir­lits­ferð í gær­kvöldi og kannaði hvort væri verið að fara eftir sótt­varna­reglum á veitinga­stöðum í mið­bænum. Á­standið var víðast hvar nokkuð gott.

Nokkuð var um út­köll vegna há­vaða í heima­húsum, alls fimm­tán. Þetta er svipaður fjöldi slíkra út­kalla og undan­farnar helgar segir í dag­bók lög­reglu.

Stefán Karlsson