Innlent

Sást til hvítabjarnar

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að henni hafi borist tilkynningu um hvítabjörn á Norðausturlandi. Lögreglan biður fólk um að hringja í neyðarlínuna, sjái það björn, en að nálgast þá ekki.

Óstaðfest er að um hvítabjörn sé að ræða. Síðast var hvítabjörn skotinn í Þistilfirði árið 2010. Fréttablaðið/ Hanna

Sést hefur til ísbjarnar nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni. Lögreglunni barst tilkynning um klukkan sjö í kvöld. 

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra er óstaðfest að um hvítabjörn sé að ræða en lögreglan er að rannsaka málið í samstarfi við Landhelgisgæsluna.

Lögreglan biður fólk að hafa varann á og hringja í neyðarlínuna, 112, ef það telur sig sjá björn á svæðinu og biður fólk um að reyna ekki að nálgast hvítabirni.

Náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir að nokkuð hefur verið af borgarísjökum á Norðausturlandi, en að ómögulegt sé að segja hvort að ísbjörn gæti hafa borist til landsins út frá því.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ríkisútvarpið

184 milljónir í fréttamyndver Ríkisútvarpsins

Stjórnsýsla

Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir

Alþingi

Áfengisfrumvarp lagt fram á nýjan leik

Auglýsing

Nýjast

Eldislaxinn var að því kominn að hrygna

Innri endurskoðun OR breytt í kjölfar óvæntra starfsloka

Gefi skýrslu og máti úlpu

Furðuskepnan Dickinsonia reyndist elsta dýr jarðsögunnar

Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé

Auknar heimildir til lögreglu á döfinni

Auglýsing