Innlent

Sást til hvítabjarnar

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að henni hafi borist tilkynningu um hvítabjörn á Norðausturlandi. Lögreglan biður fólk um að hringja í neyðarlínuna, sjái það björn, en að nálgast þá ekki.

Óstaðfest er að um hvítabjörn sé að ræða. Síðast var hvítabjörn skotinn í Þistilfirði árið 2010. Fréttablaðið/ Hanna

Sést hefur til ísbjarnar nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni. Lögreglunni barst tilkynning um klukkan sjö í kvöld. 

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra er óstaðfest að um hvítabjörn sé að ræða en lögreglan er að rannsaka málið í samstarfi við Landhelgisgæsluna.

Lögreglan biður fólk að hafa varann á og hringja í neyðarlínuna, 112, ef það telur sig sjá björn á svæðinu og biður fólk um að reyna ekki að nálgast hvítabirni.

Náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir að nokkuð hefur verið af borgarísjökum á Norðausturlandi, en að ómögulegt sé að segja hvort að ísbjörn gæti hafa borist til landsins út frá því.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Innlent

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Auglýsing

Nýjast

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Auglýsing