Ó­nefndur maður sést kasta brennandi hlut inn í íbúð í Úlfarsárdal, í mynd­bandi sem Frétta­blaðið hefur undir höndum. Sam­­kvæmt því sem blaðið kemst næst er um að ræða bensín­­sprengju.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stað­festi í dag að grunur væri á að um í­kveikju hefði verið að ræða. Eldurinn kom upp á sjöunda tímanum í gær og var mikill við­búnaður slökkvi­liðs vegna málsins.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að um­rædd íbúð væri hin sama og tekið hafði verið upp hrotta­fengin líkams­á­rás og sýnd á Face­book um helgina.

Þeir í­búar sem blaðið talaði við sögðu að uggur væri í í­búum vegna málsins. Þeir hefðu séð ein­hverju kastað inn um glugga í­búðarinnar, sem mynd­bandið stað­festir.

Lög­regla sagðist í dag ekki vilja tjá sig frekar um málið, að öðru leyti en að grunur væri um í­kveikju og að málið væri í rann­sókn.