Sérsveit ríkislögreglustjóra er stödd á Keflavíkurflugvelli eftir að taska fannst yfirgefin í byggingu Leifsstöðvar. Það kemur þó ekki niðri á starfsemi flugvallarins.

Bjarney S. Annels­dótt­ir yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, staðfestir þetta í samtali við Mbl.is sem greindi fyrst frá málinu.

Þar kemur fram að tilkynning hafi borist rétt fyrir fjögur og tókst að rýma svæðið nokkuð fljótlega.