Mikill viðbúnaður lögreglu er þessa stundina við skemmtistaðinn Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur.

Segja sjónarvottar að sérsveitarmenn og sjúkraflutningamenn hafi farið inn á staðinn sem hafi verið tæmdur af gestum og slökkt á tónlist. Þrír sjúkrabílar eru á staðnum, og talið er að nokkrir séu slasaðir.

Vitni utan við staðinn segja að menn, sem huldu höfuð sitt, hafi farið inn á staðinn, síðan flúið hann á hlaupum og komist undan á bíl. Þá telja sjónarvottar að einhverjir hafi verið stungnir.

Að minnsta kosti þrír eru slasaðir og hafa verið fluttir á brott með sjúkrabílum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd frá vettvangi.
Fréttablaðið/Aðsend