Sér­sveit ríkislögreglustjóra var kölluð út nú síð­degis til að­stoðar lög­reglu við hand­töku á tveimur mönnum.

Var til­efnið á­greiningur á milli þeirra í Hálsa­hverfi í efri byggðum Reykja­víkur en þetta stað­festir Val­garður Val­garðs­son, aðal­varð­stjóri lög­reglu­stöðinnar á Vín­lands­leið í sam­tali við Frétta­blaðið.

Voru taldir vera með á­höld sem notuð voru sem vopn og naut lög­reglan því að­stoðar sér­sveitarinnar við hand­töku. Báðir mennirnir voru hand­teknir en málið er að svo stöddu til vinnslu hjá lög­reglunni.

Aðgerðir lögreglu í dag.