Sérsveitin var kölluð út í Borgarholtsskóla ásamt lögreglu og sjúkrabílum.

Vísir greindi fyrst frá og vitnar í heimildir sínar um að ungur karlmaður hafi mætt í skólann vopnaður hafnaboltakylfu og hníf. Ráðist hafi verið á nemenda í skólanum.

Elín Agnes Kristínardóttir, stöðvarstjóri hjá lögreglustöð 4 í Reykjavík, er á vettvangi og segir ekki ólíklegt að einhver sé slasaður.

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir séu enn í gangi en að hún geti ekki tjáð sig nánar að svo stöddu.

Frétt uppfærð: 13:40

Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri segir að tveir nemendur hafi verið fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins eru nemendurnir sem slösuðust fæddir árið 2004.

Nokkrir lentu í átökum en enginn er alvarlega slasaður. Sérsveitin var kölluð út vegna þess að vopn voruð notuð í átökum, nánar tiltekið kylfur og hnífar.

Lögreglan gat ekki sagt til um hvort árásarmaður hafi verið nemandi við skólann eða utanaðkomandi aðili.