Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra að­stoðaði lög­regluna á höfuð­borgar­svæðinu við að yfir­buga og hand­taka mann í Bríetar­túni í mið­bæ Reykja­víkur á áttunda tímanum í morgun.

Til­kynning barst um mann í annar­legu á­standi að valda eigna­spjöllum á bif­reiðum. Þegar lög­regla mætti á vett­vang lét veg­farandi lög­reglu vita að hann hafi séð manninn með hníf í hendinni og var því sér­sveitin kölluð til. Vitni í hverfinu náði myndum og mynd­böndum af hand­tökunni en sá hinn sami vaknaði við lætin í manninum.

„Lög­reglan var kölluð til og þá var grunaður maður við vett­vang sem reynir að komast undan lög­reglu­mönnum. Það er veg­farandi sem til­kynnir það síðan að honum hafi sýnst manninn halda á hníf. Þá brást sér­sveitin við þessu með okkur og maðurinn var hand­tekinn eftir skamma eftir­för,“ segir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, í sam­tal við Frétta­blaðið.

Maðurinn reyndist síðan ó­vopnaður en af myndum að dæma þurfti tvo lög­reglu­menn til að yfir­buga manninn.

„Nei þetta reyndist vera mis­sýn hjá veg­farandanum. En hann var búinn að vera ógna fólki og var mjög of­stopa­fullur,“ segir Ás­geir.

Alltaf einhver á vaktinni hjá sérsveitinni

Lög­reglu­stöðin á Hverfis­götu er ekki nema nokkrum metrum frá staðnum sem maðurinn var hand­tekinn og var því lög­reglan fljót á staðinn. Þá þurfti ekki að bíða eftir sér­sveitinni heldur.

„Þeir gera út frá em­bættinu og em­bættið þeirra er hjá Skúla­götu það er alltaf ein­hver á vaktinni hjá þeim. Þegar þeir heyrðu að það væri mögu­lega grunur um hnífa­burð þá brugðust þeir við með lög­reglu­mönnunum sem voru að sinna út­kallinu,“ segir Ás­geir.

Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu í morgun og verðu tekinn skýrsla af honum seinna í dag.