Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra stöðvaði í dag Strætó við Há­skóla Ís­lands. Par sem grunað var um líkams­á­rás við Hlemm hafði flúið af vett­vangi með Strætó og neyddist því sér­sveitin til þess að stöðva vagninn.

Mbl.is greinir frá þessu og birtir mynd­band. Í sam­tali við Mbl.is segir Jóhann Karl Þóris­son, yfir­lög­reglu­þjónn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, að parið hafi verið hand­tekið á staðnum og að málið sé nú í hefð­bundnum far­vegi hjá lög­reglu.