Lög­reglan á Vestur­landi stöðvaði í dag för öku­­manns í Borgar­­firði sem grunaður er um akstur undir á­hrifum á­vana- og fíkni­efna. Öku­­maður og far­þegi hans eru einnig grunaðir um vörslu og með­­ferð á­vana- og fíkni­efna. Fólkið var hand­­tekið og flutt á lög­­reglu­­stöð. Við leit á þeim og í bílnum fundust ætluð fíkni­efni.

Í fram­haldi af hand­tökunni var farið í hús­­leit í sumar­húsi sem þessir aðilar komu frá og þar fundust ætluð fíkni­efni. Í sumar­húsinu fannst einnig poki með tölu­verðu magni af hvell­hettum og röra­­sprengju.

Sprengju­­sér­­­fræðingar sér­­sveitar ríkis­lög­­reglu­­stjóra voru því fengnir á vett­vang til að­­stoðar lög­­reglu­­mönnum. Þeir komu á staðinn með sprengju­­leitar­­hund og leituðu og tryggðu vett­vang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Það þarf ekki að fjöl­yrða um hættuna sem getur stafað af hvell­hettum og röra­­sprengjum. Hér á landi hafa orðið al­var­­leg slys vegna þessa. Í hvell­hettum er alla jafna há­­sprengi­efni og í röra­­sprengjum er oft púður sem hvort tveggja veldur miklum skaða ef springur í höndunum á fólki,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði í dag för ökumanns í Borgarfirði sem grunaður er um akstur undir áhrifum ávana- og...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Föstudagur, 11. desember 2020