Talsverður viðbúnaður lögreglu er við Lækjarvað í Norðlingaholti, að minnsta kosti þrír merktir lögreglubílar og jeppi frá sérsveit ríkislögreglustjóra og aðrir ómerktir bílar.

Elín Agnes Kristínardóttir, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, segir aðgerðir enn í gangi en getur ekki farið út í smáatriði.

„Við fengum tilkynningu, sem reyndist ekki vera á öruggum rökum reist. Við erum að skoða þetta,“ segir Elín Agnes.

Aðspurð segir hún tilkynninguna hafa verið um vopnaðan mann. Málið virðist ekki vera jafn alvarlegt og það virtist í fyrstu að hennar sögn en lögreglumenn eru enn á vettvangi.

Einn handtekinn

Frétt uppfærð 15:46.

Karlmaður var handtekinn og færður í fangageymslu þegar hann kom út úr húsi í Lækjarvaði óvopnaður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu um málið.

„Lögregla var kölluð að húsi á varðsvæðinu vegna gruns um vopnaðan mann. Lögreglumenn úr almennri deild og sérsveit brugðust við útkallinu ásamt sjúkraflutningsmönnum. Maðurinn kom út, óvopnaður, og var færður í fangageymslu. Engin slasaður.“