Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í morgun til að aðstoða við handtöku manns í Hafnafirði vegna gruns um bæði heimilisofbeldi og eignaspjöll.
Lögreglan í Hafnarfirði óskaði eftir aðstoð sérsveitarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Skúla Jónssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni var maðurinn handtekinn og er nú í haldi lögreglunnar.
Fréttablaðinu bárust tilkynningar um aðgerð sérsveitar og lögreglu á níunda tímanum í morgun.