Í dag fer fram sérstök umræða um sóttvarnir og takmarkanir á daglegt líf í bólusettu samfélagi á Alþingi.
Umræður hefjast klukkan 11 en málshefjandi er Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og til andsvara verður Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Sigmar Guðmundsson hefur umræðuna en Willum verður til að svara.
Mynd/Alþingi
Willum mun á morgun eftir ríkisstjórnarfund kynna afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar en þær takmarkanir sem nú eru í gildi renna út þann 2. Febrúar. Kynntar voru í vikunni miklar breytingar á sóttkví og smitgát fyrir þau sem eru útsett fyrir smiti.
Hægt verður að fylgjast með umræðunni hér að neðan.