Innlent

Sér­fræðingar að sunnan og heima­menn á Kötlu­ráð­stefnu

Það var fullur salur á Kötlu­ráð­stefnu, sem haldin var á Vík í Mýr­dal í dag.

Magnús var himinnlifandi með fundinn í dag, sem haldinn var í tilefni af 100 ára afmæli Kötlugossins árið 1918.

Um 350 manns lögðu leið sína á Vík í Mýrdal í dag til að sitja Kötluráðstefnu, en hún var haldin í tilefni af 100 ára afmælis Kötlugossins frá 1918. Dagskrá ráðstefnunnar stóð yfir frá klukkan níu í morgun og til klukkan fimm í dag.

Þegar Fréttablaðið náði tali af Magnúsi Tuma Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi við Jarðvísindastofnun og prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, var hann hæstánægður með fundinn. „Það var haldið hér geysilega góður fundur, besti fundur sem ég hef sótt í áraraðir,“ segir Magnús.

Sjálfur flutti Magnús tvö erindi á ráðstefnunni. Þó kom fjöldi sérfræðinga víðs vegar að. „Hér var haldin ráðstefna fyrir alla og það voru allir sem komu spenntir. Mér þykir ólíklegt að það sé hægt að halda svona ráðstefnu neins staðar annars staðar en á Vík í Mýrdal,“ segir Magnús léttur í lund.

Rannsóknir birtar í fyrsta sinn

Aðspurður segist hann ekki vilja taka neitt erindi umfram annað. „Hér komu fram mjög áhugaverðar upplýsingar af margvíslegu tagi í fyrsta sinn, til dæmis magnað erindi Guðrúnar Gísladóttur þar sem hún rakti æsispennandi flótta smalana og fólksins í réttum frá Álftaveri og hvernig þau björguðu sér undan hlaupinu 1918.“

Þá segir Magnús að erindi Guðrúnar Larsen hafi verið mjög áhugavert, en hún birti mælingar frá Mýrdalsjökli. „Þarna er búið að búa til heildstætt kort af gjóskunni frá 1918 og meta stærð þess,“ segir hann.

En koma þessar upplýsingar að gagni við mat á mögulegu Kötlugosi, sem margir halda að sé á næsta leiti? „Það hjálpar til við það. Hins vegar eru Kötlugosin mjög margskonar. Til dæmis var gosið 1860 mjög lítið, en stórhlaup og -gos á 18. öld voru álíka stór og það sem kom 1918. Það er mjög vel við hæfi að setja fram hérna niðurstöður úr nýjum rannsóknum á 100 ára afmæli gossins,“ svarar Magnús.

Ráðstefnugestir fagna afmæli gossins saman í kvöld, og var blásið til veislu. „Það er partí í kvöld, hér eru allir í skýjunum yfir því hversu vel tókst. Skipuleggjendur fundarins eiga mikið hrós skilið. Hér skemmtu sér allir, bæði heimamenn og sérfræðingar að sunnan.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing