Fjórum sérfræðingar í COVID-19 á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem voru staðsettir í Búrúndí í Afríku fengu skipun um að yfirgefa landið í gær.

Heilbrigðisráðherra Búrúndí skrifar undir bréfið og segir að þeir hafi í leyfisleysi skipt sér að aðgerðum stjórnvalda til að takmarka útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu.

Alls hafa 27 tilfelli af COVID-19 komið upp í Búrúndí og hefur einn látið lífið. Lítið er um skimun þar í landi og er því óttast að veiran hafi náð mun meiri útbreiðslu en áður var talið.

Þá hafa stjórnvöld farið varlega í allar aðgerðir þegar kemur að samkomubanni og stendur enn til að forsetakosningar fari fram í landinu í næstu viku.

Utanríkisráðuneytið í Búrúndí reyndi að senda sérfræðingana fjóra heim á leið í síðasta mánuði án árangurs.