Leyfi séra Gunnars Sigur­jóns­sonar, sóknar­prests í Digra­nes- og Hjalla­presta­kalli, hefur verið fram­lengt í annað sinn, nú til 1. júlí næst­komandi.

Séra Gunnar var sendur í leyfi í desember síðast­liðnum vegna á­sakana sex kvenna um kyn­ferðis­lega á­reitni, kyn­bundið of­beldi og ein­elti innan kirkjunnar. Upp­haf­lega átti leyfið að standa til 1. mars en var fram­lengt til 1. maí.

„Þetta er náttúru­lega flókið og marg­slungið mál og í mörg horn að líta þannig að þau þurftu bara að­eins lengri tíma,“ sagði Sunna Dóra Möller, settur sóknar­prestur við Digra­nes- og Hjalla­presta­kall, við Frétta­blaðið 2. mars.

Að minnsta kosti sjö mál tengd Gunnari eru til rann­sóknar hjá ó­háðu teymi þjóð­kirkjunnar.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er rann­sókn á málinu að síga á seinni hlutann þótt ekki hafi náðst að ljúka því fyrir 1. maí.