Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, var settur í leyfi frá störfum vegna ásakana sex kvenna um kynferðislega áreitni, kynbundins ofbeldis og eineltis.

Stundin greinir frá.

Stundin greinir frá því að ekki sé rétt að séra Gunnar hafi verið sendur í leyfi frá störfum vegna samstarfsörðugleika heldur sé það vegna ásakanna. Um sé að ræða fjölmörg dæmi um alvarlega kynferðislega áreitni og kerfisbundið, langvarandi kynbundið ofbeldi.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar bárust teymi þjóðkirkjunnar tilkynningar vegna þessa og eru ásakanirnar nú til rannsóknar.

Eins og sjá má er Sr. Gunnar í leyfi frá störfum, ekki er ljóst hversu lengi það varir.
Fréttablaðið/Skjáskot af vef Digraneskirkju

Stundin segir teymi Þjóðkirkjunnar hafa fengið tilkynningu inn á borð til sín fyrst í október á síðasta ári og í nóvember skiluðu þrjár konur inn minnisblaði til teymisins vegna ofbeldisins og áreitsins.

Rannsóknin hafi síðan leitt í ljós fleiri konur sem hafa sitigið fram og lýst brotum séra Gunnars og hefur Stundin heimildir fyrir því að skjólstæðingar kirkjunnar hafi einnig orðið fyrir ofbeldi af hálfu séra Gunnars.

Stundin segir umræddar konur uggandi um niðurstöðu málsins enda muni þær ekki treysta sér til að starfa áfram í prestkallinu komi séra Gunnar aftur til starfa.