Setja þarf sérstök lög um vindorkuver og eru drög að frumvarp vegna þess nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Kynnt er þar frumvarp umhverfis-og auðlindaráðherra um breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun – svonefnda Rammaáætlun.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar“. Sérstakur starfshópur, skipaður fulltrúum frá umhverfis- og auðlinda-, atvinnuvega- og nýsköpunar- og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vann tillögur um hvort að haga þurfi málefnum vindorku öðruvísi í Rammaáætlun en hefðbundnum virkjunarkostum. Talið er að „séreðli vindorkunnar“, kalli á frekari skilgreiningar í lögum. Þá er landsvæðum skipt í þrjá flokka.

Í fyrsti flokki eru landsvæða þar sem ekki yrði leyft að reisa vindorkuver. Í öðrum flokki svæði sem gætu verið viðkvæm fyrir uppbyggingu vindorkuvera, en þar sem virkjun vinds gæti þó komið til greina að uppfylltum tilteknum skilyrðum og að undangengnu mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Flokkur þrjú nær svo yfir þau landssvæði sem hvorki falla í þá fyrri tvo. Þar mun ákvörðunarvaldið liggja hjá viðkomandi sveitarfélagi og öðrum stjórnvöldum.