Styttri opnunartími gildir enn á veitinga-og skemmtistöðum og ekki tryggt hvenær þeim reglum verður aflétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur minnst á miðjan júní eða seinni part þess mánaðar þegar von sé til að komið sé komin yfir það versta í Covid faraldrinum innanlands. Núgildandi reglugerð rennur út frá og með 16.júní næstkomandi.

Veitinga-og skemmtistaðir hafa margir farið fjárhagslega einna verst út úr faraldrinum og enn mikið í húfi.

Engar ástæður nema vegna sóttvarna

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra telur að takmarkanir á opnunartíma veitingastaða og skemmtistaða getið ekki orðið varanlegar, slíkar takmarkanir séu gerðar eingöngu vegna tillagna sóttvarnarlæknis um að ekki of margir komi saman í of þröngu rými með áfengi um hönd.

„Um leið og við segjum að við ætlum að aflétta öllum takmörkunum sem leiða af þessum faraldri þá hlýtur það að eiga við þessa staði eins og aðra. Hins vegar höfum við tekið eftir því það er margir sem að og íbúar sem eru í grennd við slíka staði sem lýsa ánægju með styttri opnunartíma en það væri þá eitthvað nýtt ef við ætlum að fara að láta árangurinn af sóttvarnarráðstöfunum hafa áhrif á þetta,“ sagði Bjarni í morgun.

Skipulagssvið sveitarfélaga hafi þó áhrif á slíkt sem og aðrar leyfisveitingar, bendir Bjarni á. „En ég sé ekki fyrir mér að það geti verið í neinu beinu framhaldi af þessu sóttvarnarráðstöfunum. Ég sé ekki af hverju það ætti að vera,“ aðspurður um varanlega styttri opnunartíma.

Íbúar miðbæjar eru sumir harla ánægðir með styttri opnunartíma bara og veitingastaða.
Fréttablaðið/Hari

Á miðnætti 25.maí sl. tók við rýmri opnunartími sem er nú í gildi. „Hver klukkustund gefur betur í kassann,“ var þá í frétt Stöðvar 2 haft eftir Guðvarði Gíslasyni sem rekur Petersen svítuna í Reykjavík.

Fólk biði þó enn með að bóka fram á sumarið þegar slakað gæti verið enn meira á sóttvarnaaðgerðum. „Það vill klára þetta fyrst held ég, ég held að það skipti öllu máli,“ sagði Guðvarður í sömu frétt.