Menntamál

Erum sér á báti í sköttum á styrktarsjóði

Einn stærsti styrktarsjóðurinn greiðir svipaðar upphæðir í skatta og hann veitir í styrki. Skekkir samkeppnisstöðu innlendra háskóla við erlenda.

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Fréttablaðið/Eyþór

Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.

Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og á við um sams konar sjóðir á Norðurlöndum, í Bretlandi og Bandaríkjunum.

„Þessum sjóðum er ætlað að viðhalda getu sinni til þess að úthluta styrkjum til framtíðar. Það er því fyrst og fremst ávöxtun sjóðanna sem er nýtt til þess að úthluta styrkjum en ekki höfuðstóll þeirra,“ sagði Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hefur farið úr 10 prósent í 22 prósent á nokkrum árum.

Bjarni segir að einn stærsta styrktarsjóðinn við Háskóla Íslands, Háskólasjóð h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti þá gæti sá sjóður því verið að úthluta hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.

Eimskipafélagssjóðurinn er sá sjóður sem styrkir doktorsnema einna mest. Samkvæmt heimasíðu Háskóla Íslands geta doktorsnemar hlotið styrk til eins, tveggja eða þriggja ára. Upphæð styrksins er 333.333 krónur á mánuði, samtals um fjórar milljónir á ári. Á síðasta ári veitti sjóðurinn níu nýja styrki svo umfang nýrra styrkja á síðasta ári nemur um 36 milljónum. Samkvæmt Bjarna gæti sú tala þar af leiðandi verið nálega tvöfalt hærri ef ekki væri fyrir fjármagnstekjuskattinn, þetta séu því umtalsverðar fjárhæðir.

Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, t.d. að veita lögaðilum ríkari heimildir skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Í dag hafa lögaðilar heimild fyrir frádrætti sem nemur 0,75% af tekjum á ársgrundvelli. Einnig væri heppilegt að veita einstaklingum slíka frádráttarheimild, en það er ekki heimilt eins og er.

Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Þetta skiptir miklu máli til þess að háskólarnir hérna heima séu samkeppnishæfir við þessa háskóla í kringum okkur og standi að þessu leyti jafnfætis þeim. Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við.

„Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og mennta- og menningarmálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar.

„Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menntamál

Hluta námslána breytt í styrk

Menntamál

Vita ekki hvort sérkennsla ber árangur

Menntamál

Nemendur fái laun og styrk

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing