Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir það ó­ráð­legt að túlka dag­legan fjölda smita of sterkt heldur þurfi næstu dagar að skýra stöðuna en reglu­lega fer fjöldi smita yfir 100 sem er tölu­vert meira en í fyrri bylgjum. Í gær greindust um 100 smit en endan­legur fjöldi liggur ekki fyrir vegna bilunar í kerfi al­manna­varna.

„Þetta er bara á svona svipuðu róli og þetta hefur verið undan­farna daga,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við Frétta­blaðið en á­fram eru flestir þeirra sem eru að greinast bólu­settir. Að því er kemur fram á co­vid.is hafa rúm­lega 275 þúsund ein­staklingar fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni og rúm­lega 255 þúsund verið full­bólu­settir, þegar ekki er litið á örvunar­skammta.

Að­spurður um hversu margir séu ekki bólu­settir gegn Co­vid segir Þór­ólfur það erfitt að segja þar sem sumir sem hafa verið bólu­settir hafi haft skamma við­dvöl, farið hérna í frí, og farið síðan aftur út. Hann segir þó að um séu að ræða ein­hverja tugi þúsunda manna yfir 16 ára aldri sem hafa ekki verið bólu­settir.

„Það eru senni­lega fleiri en 30 þúsund en við vitum ekki ná­kvæma tölu en það er bara verið að skoða það eins vel og hægt er,“ segir Þór­ólfur en ekki er vitað hvers vegna þau hafa ekki mætt hingað til. „Hvort þetta er fólk sem getur ekki farið í bólu­setningu, fólk sem hefur ekki mætt, eða fólk sem vill ekki láta bólu­setja sig, við erum ekki með ná­kvæma greiningu á því.“

Erfitt að mæla með hörðum aðgerðum meðan ástandið er viðráðanlegt

Líkt og áður segir er enn stöðugur fjöldi fólks að greinast en að sögn Þór­ólfs er erfitt að spá fyrir um tölur næstu daga. Gripið var til að­gerða í lok júlí til að hefta út­breiðslu veirunnar innan­lands og vísar Þór­ólfur til þess að að­gerðir, bæði innan­lands og á landa­mærunum, og út­breiddar bólu­setningar séu vissu­lega að skila sínu.

„Það hefur verið árangur af því að við erum ekki að missa þetta upp í veldis­vöxt sem hefði auð­veld­lega geta gerst með þessi meira smitandi af­brigði, spurningin er bara mun þetta duga til til þess að beygja kúrfuna eitt­hvað frekar niður,“ segir Þór­ólfur og bætir við að helsta spurningin sé nú hvort heil­brigðis­kerfið ráði við á­lagið.

Eins og staðan er í dag eru 25 inni­liggjandi á Land­spítala vegna Co­vid, þar af þrír á gjör­gæslu og af þeim eru tveir í öndunar­vél. Að­spurður um hvort sá fjöldi valdi á­hyggjum segir Þór­ólfur að vissu­lega hafi hann viljað sjá færri á spítala en vísar til þess að for­svars­menn spítalans telji fjöldann vera innan þol­marka.

„Á meðan að þeir telja að á­standið sé við­ráðan­legt þá er kannski erfitt að fara að mæla með ein­hverjum harðari að­gerðum,“ segir Þór­ólfur. Flest smit sem eru nú að greinast eru hjá bólu­settum, eða um 65 prósent, á meðan flestir sem þurfa að leggjast inn á spítala eða fá al­var­leg veikindi eru óbólu­settir.

57 hafa þurft á inn­lögn að halda í þessari bylgju far­aldursins og er um að ræða heldur jafna skiptingu af þeim sem eru bólu­settir og óbólu­settir. Þeir sem hafa þurft að leggjast inn á gjör­gæslu hafa þó flestir verið bólu­settir en af þeim fjórum sem hafa þurft á gjör­gæslu­stuðning að halda voru þrír óbólu­settir.

„Þannig að það segir sína sögu að við þurfum að hvetja alla sem eru óbólu­settir og hafa ekki mætt í bólu­setningu, að fara í bólu­setningu,“ segir Þór­ólfur.