Í­búar í Kín­versku stór­borginni Chongqing var í gær skylt að fara í sýna­töku vegna 146 Co­vid-19 smita sem komið hafa upp frá miðjum ágúst. Rúm­lega þrjá­tíu milljón manns búa í borginni en tíu milljón manns var skylt að fara í sýna­töku svo miklar raðir mynduðust á sýna­töku­stöðum.

Í gær greindust 46 smit í borginni, og fjöldi smita frá því um miðjan ágúst hafa 146 smit komið upp í borginni. Ráð­stafanir vegna Co­vid-19 eru lík­lega hvergi strangari en í Kína og ef minnsti grunur vaknar um smit er fólk sent í sótt­kví og sýna­töku.

Mikil hita­bylgja hefur geisað í borginni og hefur hita­stigið náð yfir 40 gráður nokkra daga í röð. Mynd­bönd hafa farið á dreif um sam­fé­lags­miðla þar sem fjöldi fólks sést standa í röðum í hitanum, þar af eru mynd­bönd af fólki sem hefur fallið í yfir­lið vegna hitans, en raðirnar eru flestar utan­dyra.

Í Kína er á­kveðið for­rit sem sýnir stöðu hvers ein­stak­lings vegna Co­vid-19 með lita­kóðunar­kerfi. Litur allra íbúa í borginni breyttist í appel­sínu­gulan, sem segir að ein­stak­lingur þurfi að fara í sýna­töku og liturinn breytist ekki aftur í grænt fyrr en eftir stað­festar nei­kvæðar niður­stöður í sýna­tökunni.

Þegar for­ritið sýnir grænt, þá hefur ein­stak­lingur leyfi til þess að taka þátt í dag­legu lífi borgarinnar.