Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni í síðustu viku. Efnið hafði verið sent til landsins með hrað­sendi­þjónustu.

Einn var hand­tekinn í þágu rann­sóknarinnar og réðst lög­regla í hús­leit á höfuð­borgar­svæðinu vegna málsins. Ekki var krafist gæslu­varð­halds yfir hinum hand­tekna.

Í til­kynningu frá lög­reglunni segir að rann­sókninni hafi miðað vel og sé nú á loka­stigi.