Ameríska sendi­ráðið í Moskvu hvetur þá Banda­ríkja­menn sem eru staddir í Rúss­landi og þá sem eru þar og eru með með tvö­faldan ríkis­borgara­rétt til að koma sér úr landi. Í til­kynningu frá sendi­ráðinu kemur fram að starfs­menn sendi­ráðsins geti tak­markað að­stoðað við brott­flutning og að að­gengi þeirra að sam­göngum sé tak­markað eins og annarra.

Í yfir­lýsingunni, sem birt var í gær, segir að Rússar gætu hafnað því að vita af tvö­földum ríkis­borgar­rétti ein­hverra og þannig meinað þeim að­gangur að að­stoð sendi­ráðsins og út­ganga úr landinu og birt þeim her­kvaðningu.

Þar kemur einnig fram, eins og greint hefur verið frá, að fá flug séu úr landinu en að hægt sé að taka rútu eða keyra bíl. Fólki er ráð­lagt, ef það ætlar að fara, að gera ráð­stafanir sem fyrst.

Banda­ríkja­mönnum er ráð­lagt frá því að ferðast til Rúss­landi á þessum tíma­punkti og fólk minnt á að það njóti ekki sömu réttinda í Rúss­landi og í Banda­ríkjunum, eins og til tjáningar og mót­mæla. Fólki er því ráð­lagt frá því til að komast hjá hand­töku.