Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur hefur sent samúðarkveðjur til Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn vegna skotárásinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field´s í gær.

„Fyrir hönd íbúa Reykja­víkur og Reykja­víkur­borgar votta ég inni­legar sam­úðar­kveðjur vegna skot­á­rásarinnar sem átti sér stað í verslunar­mið­stöðinni Field‘s í Kaup­manna­höfn í gær,“ segir í sam­úðar­kveðju frá borgar­stjóranum.

„Það vekur óhug að til­hæfu­lausar á­rásir af þessu tagi eigi sér stað í sam­fé­lögum sem okkar sem byggð eru á trausti og um­burðar­lyndi.“

Þá segir í kveðjunni að tengsl milli Reykja­víkur og Kaup­manna­hafnar séu sér­lega sterk og að hugur borgar­búa séu hjá í­búum Kaup­manna­hafnar. „Þá sér í lagi þeim sem nú eru slasaðir eða syrgja ást­vini sína.“

„Á tímum sem þessum er sér­stak­lega mikil­vægt að treysta þessar sterku undir­stöður, sam­hug og sam­vinnu á Norður­löndunum.“