Hm 2018

Sendiherrar sameinast í ást og friði á Ingólfstorgi

Þó að landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Hatur á ekki heima í íþróttum, segir Håkan Juholt.

Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, hefur lifað sig inn í leikina á Ingólfstorgi. Verður með kollega sínum frá Englandi þar í dag. Fréttablaðið/Þórsteinn

Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, verða á Ingólfstorgi í dag í tilefni af landsleik Svíþjóðar og Englands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi.

Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur.

„Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu á Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum óþægur ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp er staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“

Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart.

„Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“

Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum vel söguna og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum.

Michael Nevin, sendiherra Bretlands, vonast eftir 2-1 sigri sinna manna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hm 2018

„Hér er allt gjör­sam­lega geð­bilað“

Hm 2018

Sögulegur leikur í fór fram í íslensku bálviðri

Hm 2018

Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana

Auglýsing

Nýjast

For­maður ASÍ: „Verður ekki til að liðka fyrir við­ræðum“

Telja allt að tólf hafa orðið undir snjó­­flóði

Sól­veig Anna um til­lögurnar: „Ljóst hvert stefnir“

Vil­hjálmur afar von­svikinn: „Þetta var bara það sem lá fyrir“

Leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk

„Allar kjara­­deilur leysast að lokum“

Auglýsing