Fréttir

Sendiherrann spenntur fyrir leiknum

Sendiherra Bretlands er spenntur fyrir landsleik Englands og Króatíu á HM karla í fótbolta. Hann segir Króatana eiga sterkt lið, sérstaklega á miðjunni.

Micheal Nevin, sendiherra Bretlands.

Micheal Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, horfir á leik Englands og Króatíu heima hjá sér í kvöld.

„Ég er ótrúlega spenntur og ég held að þjóðin öll sé spennt. þetta er náttúrulega í fyrsta sinn síðan 1990 sem við komumst í undanúrslit,“ segir Nevin í samtali við Fréttablaðið rétt fyrir upphaf leiks.

Englendingar mæta Króötum í undanúrslitum fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem fer fram í Rússlandi um þessar mundir. „Ég held að þetta verði erfiður leikur. Króatar hafa mjög sterkt lið, sérstaklega á miðjunni, en ég vona að England muni enda á því að sigra, að sjálfsögðu,“ segir Nevin.

Lagið Three Lions hefur verðið sérlega vinsælt á meðan heimsmeistaramótinu stendur, en titill lagsins vísar til skjaldamerki enska fótboltaliðsin, þrjú ljón. Viðlag er „Fótboltinn kemur heim“ eða „Football's coming home“ og er orðið að hálfgerðum einkunarorðum enska liðsins. „Já þetta er gamalt lag frá eldra fótboltamóti, en er orðið vinsælt aftur eftir velgengni landsliðsins,“ segir Nevin, aðspurður hvort að hann hafi hlustað á lagið fyrir leik. 

Sendiherrann afsakaði sig svo við blaðamann og sagðist þurfa að horfa á leikinn, en breski þjóðsöngurinn hljómaði í bakgrunni nokkrum mínútum fyrir upphaf leiksins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Séra Kristján vígður í em­bætti vígslu­biskups í Skál­holti

Erlent

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Erlent

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Auglýsing

Nýjast

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Auglýsing