Brimborg frumsýnir Citroën Berlingo sendibílinn mánudaginn 18. mars, bæði á Bíldshöfða 8 í Reykjavík og á Tryggvabraut 5 á Akureyri. Þessi bíll er tímamótabíll í sendibílasögu Citroën og hefur þegar unnið til verðlaunanna sendibíll ársins 2019. Nýr Citroën Berlingo Van er í boði í tveimur lengdum, beinskiptur og sjálfskiptur með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu og öflugri 130 hestafla vél.

Sveigjanlegt innanrými

Extenso Cab innra rýmið er afar sveigjanlegt og þar má flytja allt að 3,44 metra langa hluti. Nýr Berlingo Van býður upp á bjart og þægilegt farþegarými, háa sætisstöðu, gott aðgengi og fyrirmyndar vinnuaðstöðu. Citroen Berlingo er með geymsluhólf undir framsæti, fyrir ofan ökumann og í mælaborði fyrir framan ökumann. Citroën Berlingo Van er fáanlegur með rennihurðum á báðum hliðum og er með 180° opnun á afturhurðum. Hann er fáanlegur bæði 2ja eða 3ja sæta.  

Margar útfærslur

Berlingo Van er í boði í tveim lengdum og í tveim búnaðarútfærslum, Citroën Berlingo Van Classic og enn betur búinn Citroën Berlingo Van Professional. Berlingo Van er stærstur í sínum flokki og rúmmál hleðslurýmis er 3.3 til 3.9 rúmmetrar. Lengd hleðslurýmis er 1.817 til 2.167 mm. Lengd hleðslurýmis með Extenso Cab lúgu er 3.090 til 3.440 mm.