Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra, hefur sent utan­ríkis­ráð­herra Líbanons, Charbel Wehbe, sam­úðar­kveðjur vegna sprenginganna í Beirút. Ríkis­stjórn Ís­lands mun einnig styðja neyðar- og mann­úðar­starf í Líbanon með fjár­fram­lagi til sam­starfs­stofnana Ís­lands á því sviði.

Guð­laugur Þór sendi Wehbe skeyti í gær­morgun þar sem hann lýsti yfir inni­legri sam­úð vegna hörmunganna sem áttu sér stað á þriðju­dag. Sprengingin varð nærri 150 manns að bana og særðust þar um fimm þúsund manns. Þá er á­ætlað að hátt á annað hundrað þúsund hafi misst heimili sín. Guð­laugur Þór sagði þá að hugur ís­lensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem fórust eða liggja slasaðir á sjúkra­húsi og að­stand­endum þeirra.

„Við ætlum að styðja þetta starf með fjár­fram­lagi og á næstu dögum verður ljóst hvar þörfin er brýnust. Núna vinna al­þjóða­stofnanir að því að meta þörfina á vett­vangi og hve um­fangs­mikil neyðað­stoðin þarf að vera. Í fram­haldi af því sjáum við hvar þeir fjár­munir sem Ís­land leggur til nýtist sem best,“ segir Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra. „Hver sem niður­staðan verður erum við sannar­lega reiðu­búin til að leggja okkar að mörkum til stuðnings líbönsku þjóðinni.“