Ás­mundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sendi Lili­ane Maury Pasqu­i­er, for­seta Evrópu­ráðs­þingsins, erindi þar sem hann vekur at­hygli á því að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata, hafi gerst brot­leg við siða­reglur fyrir al­þingis­menn, fyrst þing­manna. Frá þessu er greint í Morgun­blaðinu í dag.

Þar kemur fram að bréfið hafi verið sent þann 9. desember síðast­liðinn og segir Ás­mundur í sam­tali við Moggann að sér hafi fundist þetta mikil­vægt þar sem Þór­hildur Sunna „rækti ekki störf sín af á­byrgð, heilindum og heiðar­leika sam­kvæmt á­liti for­sætis­nefndar og siða­nefndar.“

Um­rædd um­mæli Þór­hildar Sunnu þess efnis að rök­studdur grunur væri um að Ás­mundur hefði dregið sér fé í tengslum við endur­greiðslur, sem hann þáði frá þinginu á grund­velli aksturs­dag­bókar hans, féllu í þættinum Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Ás­mundur kvartaði í kjöl­farið til for­sætis­nefndar þingsins sem vísaði málinu til siða­nefndar. Nefndin kvað á um að um­mælin væru til þess fallin að kasta rýrð á Al­þingi og skaða í­mynd þess.

Ás­mundur segir nú að Evrópu­ráðs­þingið hafi í­trekað lagt mikla á­herslu á það við aðildar­ríki sín að þau setji siða­reglur fyrir al­þingis­menn sem jafn­framt feli í sér viður­lög. Þá hafi Evrópu­ráðs­þingið sjálft sett sér siða­reglur sem kveðið er á um viður­lög við brotum, til dæmis með skerðingu réttinda innan þingsins.

Bendir hann á að Evrópu­ráðs­þingið hafi áður látið sig varða skipan Ís­lands­deildar. Í sam­ræmi við það ætti þingið nú einnig að láta sig varða þegar Ís­lands­deildin skipar þing­mann sem gerst hefur brot­leg við siða­reglur al­þingis­manna.