Duftker með ösku látinnar konu hvarf eftir að dóttir konunnar sendi kerið á rangt heimilisfang. Greint er frá þessu á vef bandaríska fjölmiðilsins ABS News.

Amy Redford, dóttirin sem er búsett í Kentucky í Bandaríkjunum, ætlaði að senda leifarnar á systur sína, sem hún hélt að byggi í Flórída. Systirin hafði hins flutt annað en ekki sagt systur sinni.

Redford setti í samband við póstþjónustuna sem tjáði henni að duftkerið væri horfið. Þá kom í ljós að núverandi eigandi hússins, þar sem systirin bjó áður, hefði tekið á móti pakkanum. Hún skoðaði hann þó ekki náið þar sem hún átti að fara í próf á netinu.

Eftir að hún áttaði sig á því að pakkinn tilheyrði fyrrverandi eigandanum setti hún hann fyrir utan dyrnar hjá sér svo bréfberinn gæti tekið hann. En pakkinn komst þó aldrei í réttar hendur og hefur ekkert bólað á honum síðan.