Lilja Dögg Al­freðs­dóttir mennta- og menningar­mála­ráð­herra greindi frá því á Face­book í dag að hún hefði sent bréf til Tim Cook, for­stjóra App­le, þar sem hún fór þess á leit við hann að ís­lensku yrði bætt við sem tungu­máli í tækjum App­le.

Nú hefur Sam­sung Mobile á Ís­landi birt skila­boð til ráð­herra á Face­book.

„Fáðu þér síma sem skilur þig

Mikið erum við þér sam­mála þér um mikil­vægi móður­málsins og um þörfina fyrir þróun mál­tækni fyrir ís­lensku,“ segir í færslunni. Þar segir enn fremur að á meðan Lilja bíður svara frá for­stjóra App­le gæti hún haft gagn af því að kynna sér Android stýri­kerfið sem finna má í símum Sam­sung þar sem það sé með ís­lensku við­móti.

„Sam­sung tækin skilja jafn­vel ís­lensku þegar þú talar inn texta í stað þess að nota lykla­borðið. Alveg ó­trú­legt.“

Sannar­lega sé mikið verk ó­unnið í mál­tækni fyrir ís­lensku en það sé „kannski ó­þarfi að mála skrattann á vegginn og halda því fram að öll tæki séu jafn aftar­lega á merinni þegar kemur að ís­lensku. Kynntu þér málið. Þú ert vel­komin í heim­sókn.“