Sema Erla Serd­ar seg­ir nið­ur­stöð­u kær­u­nefnd­ar út­lend­ing­a­mál­a, sem stað­fest­i í dag að Út­lend­ing­a­stofn­un hefð­i ver­ið ó­heim­ilt að fell­a nið­ur þjón­ust­u við hæl­is­leit­end­ur sem ekki vild­u fara í COVID-19 próf og svipt­a þau hús­næð­i og fæði, vera á­fell­is­dóm yfir Út­lend­ing­a­stofn­un og dóms­mál­a­ráð­herr­a.

„Þeg­ar ein­stak­ling­ur­inn neit­að­i að gang­ast und­ir próf­ið var hann svip­ur allr­i þeirr­i þjón­ust­u sem Út­lend­ing­a­stofn­un ber á­byrgð á að sjá um­sækj­end­um um al­þjóð­leg­a vernd fyr­ir á með­an þeir eru stadd­ir hér á land­i. Um er að ræða grund­vall­ar­rétt­ind­i eins og hús­næð­i, fram­færsl­u fyr­ir mat og heil­brigð­is­þjón­ust­u. Lög­fræð­ing­ur ein­stak­lings­ins, Rauð­i kross­inn á Ís­land­i og mann­rétt­ind­a- og hjálp­ar­sam­tök bent­u strax á að um ó­lög­mæt­ar að­gerð­ir væri að ræða, að Út­lend­ing­a­stofn­un væri að brjót­a lög með þess­um að­gerð­um sín­um,“ skrif­ar Sema Erla á Fac­e­bo­ok.

Hún seg­ir að þrátt fyr­ir það hafi Út­lend­ing­a­stofn­un hald­ið „ó­trauð á­fram við að svipt­a um­sækj­end­ur um al­þjóð­leg­a vernd grund­vall­ar­rétt­ind­um sín­um“. Þett­a hafi þeg­ar mest var ver­ið um 20 manns.

Sema Erla seg­ir að þrátt fyr­ir að marg­ir hafi lýst yfir reið­i sinn­i með að­gerð­ir stofn­un­ar­inn­ar og boð­ið fram að­stoð sína hafi stað­geng­ill for­stjór­a Út­lend­ing­a­stofn­un­ar hald­ið því fram að að­gerð­irn­ar „sam­ræm­ist lög­um og regl­um“, auk þess sem Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mál­a­ráð­herr­a hafi rétt­lætt þær á Al­þing­i.

Út­lend­ing­a­stofn­un og dóms­mál­a­ráð­herr­a þurf­a að axla á­byrgð

„Þess­ar ó­mann­úð­leg­u, kald­rifj­uð­u og for­kast­an­leg­u að­gerð­ir Út­lend­ing­a­stofn­un­ar, sem starfar í um­boð­i dóms­mál­a­ráð­herr­a, voru kærð­ar til kær­u­nefnd­ar Út­lend­ing­a­mál­a sem nú hef­ur úr­skurð­að þær ó­lög­mæt­ar. Það þýð­ir að æðst­u stjórn­end­ur út­lend­ing­a­mál­a hafa gerst sek­ir um ó­lög­leg­ar að­gerð­ir gegn þeim sem þau bera á­byrgð á að vernd­a. Það þýð­ir að ó­mann­úð­leg með­ferð þeirr­a á um­sækj­end­um um al­þjóð­leg­a vernd átti sér ekki stoð í ís­lenskr­i lög­gjöf eins og í­trek­að var bent á án þess að á það væri hlust­að. Það þýð­ir að grimm­i­leg­ar að­gerð­ir ís­lenskr­a yf­ir­vald­a gagn­vart ein­um við­kvæm­ast­a hópi sam­fé­lags­ins áttu ekki rétt á sér. Það þýð­ir að æðst­u stjórn­end­ur Út­lend­ing­a­stofn­un­ar og dóms­mál­a­ráð­herr­a gerð­ust brot­leg­ir í starf­i,“ skrif­ar Sema Erla enn frem­ur.

Hún seg­ir að í „flest­um sið­uð­um sam­fé­lög­um“ mynd­u þeir sem bæru á­byrgð á mál­in­u láta af störf­um en „á Ís­land­i munu þau ekki einu sinn­i þurf­a að biðj­ast af­sök­un­ar á illr­i með­ferð á fólk­i í neyð!“ Það eina sem gæti haft á­hrif nú væri að sam­fé­lag­ið legð­ist á eitt og færi fram á það að Út­lend­ing­a­stofn­un og dóms­mál­a­ráð­herr­a axli á­byrgð á mál­in­u.