Sema Erla Serdar tilkynnti hjá lögreglu í dag líkamsárás og morðhótun sem hún segist af orðið fyrir af hálfu Margrétar Friðriksdóttur fyrir utan veitingastaðinn Benzin á Grensásvegi á sunnudagskvöld.

Málið var nokkuð áberandi í fréttum síðustu viku eftir að Margrét birti yfirlýsingu á Facebook þar sem hún harmaði að hafa veist að Semu Erlu undir áhrifum.

Sjá einnig: Margrét veittist að Semu: Hætt að drekka

Sema Erla sagðist strax í upphafi ákveðin í að kæra árásina og í dag fékk hún fund hjá lögreglu, eftir viku bið, og lagði fram kæru. Hún gerir grein fyrir stöðu mála á Facebokk þar sem hún segir málið nú komið í réttan farveg og að gegn málefnalegum rökræðum og upplýsandi málflutningi „muni hatrið aldrei ná að sigra.“

Sjá einnig: Margrét Friðriks: „Þetta er alger martröð“

„Kæru vinir, ég vil þakka ykkur öllum innilega fyrir allan þann ótrúlega stuðning, umhyggju og kærleik sem ég hef fengið frá ykkur síðustu daga, hér í athugasemdum, skilaboðum, símtölum og samtölum úti á götu,“ skrifar Sema á Facebook og bætir við að hún er enn að vinna í því að svara öllum og vonar að henni fyrirgefist hversu seint henni sækist það.

Sjá einnig: Allt sem Margrét segir eru ósannindi og samsæriskenningar

„Sú samstaða sem ég hef fundið fyrir og allur sá stuðningur sem þið hafið sent mér, ásamt öllu góða fólkinu í kringum mig, hefur komið manni í gegnum síðustu daga, sem hafa ekki verið auðveldir. Málið er nú komið í réttan farveg og lífið og baráttan heldur áfram.

Ef við stöndum saman og höldum áfram að vinna gegn öllum öfgum, fordómum og hatri með pennann, málefnalegar rökræður og upplýsandi málflutning að vopni mun hatrið aldrei ná að sigra,“ segir Sema og kvittar undir með orðunum „ást & friður.“