Innlent

Sema: Allt sem Margrét segir eru ó­­sannindi og sam­­særis­­kenningar

Veist var að Semu Erlu Serdar í þrí­gang á nokkrum dögum í síðustu viku vegna upp­runa hennar og stjórn­mála­skoðana. Síðasta til­fellið komst í há­mæli í gær­kvöld þegar Margrét Frið­riks­dóttir viður­kenndi að hafa, undir á­hrifum, kallað Semu öllum illum nöfnum.

Sema Erla varð í liðinni viku í þrígang fyrir aðkasti vegna skoðanna sinna og ætternis. Fréttablaðið/Eyþór

Sema Erla segir árás Margrétar Friðriksdóttur á hana á sunnudagskvöld vera þá þriðju sem hún varð fyrir á fjórum dögum í síðustu viku. Tveir menn hafi áður veist, með stuttu millibili, að henni með svívirðingum og ógnandi tilburðum.

„Þetta voru svívirðingar sem tengjast uppruna mínum,“ segir Sema Erla, sem er tyrknesk í föðurætt, í samtali við Fréttablaðið. „Í öðru tilfellinu var lögreglan einfaldlega kölluð til og í hinu var mér bara fylgt í burtu þegar það leit út fyrir að maðurinn ætlaði að elta mig og halda áfram.“

Sema segir þau orð sem mennirnir og Margrét síðar hafi látið falla um hana séu vart prenthæf eða hafandi eftir. „Þetta voru ummæli sem er kannski óþarfi að endurtaka en snúast öll um hver ég er og hver upprunni minn er.“

Sema segist ekki hafa vitað hvaðan á hana stóð veðrið þegar Margrét tók á móti henni, illskeytt mjög, á Grensásvegi að kvöldi síðasta sunnudags. „Ég hef ekki séð hana og ekki átt í neinum samskiptum við hana síðan við tókumst á í útvarpsþættinum Harmageddon í janúar 2016,“ segir hún.

Sjá einnig: Margrét veittist að Semu: Hætt að drekka

„Ég hef í rauninni ekki átt í neinum beinum samskiptum við þessa konu nema í þessu viðtali. Auðvitað erum við ósammála um flest þegar kemur að stjórnmálum og lífsviðhorfum og þá kannski sérstaklega í málefnum fólks á flótta, innflytjenda og fjölmenningar.“

Ítrekað sögð vera gyðingahatari

„Þetta er það sem við vorum að takast á um í þessum útvarpsþætti sem ég held að hafi verið okkar einu beinu samskipti í gegnum tíðina. Vissulega hefur maður gagnrýnt málflutning hennar og annarra óbeint og uppskorið ýmislegt fyrir það,“ segir Sema.

„Hún hefur ítrekað kallað mig gyðingahatara og öðrum illum nöfnum. Mig minnir að það hafi fyrst gerst í einkaskilaboðum árið 2014 og nú síðast í kringum Eurovision.“

Ég hef aldrei svarað skilaboðum eða öðru frá henni eða haft áhuga á að eiga í neinum samræðum við hana. Ég gerði undantekningu á því með þessu viðtali í Harmageddon og það var líka í fyrsta og síðasta skipti sem ég mun eiga við hana orðastað.“

Margrét sagði í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöld að hún hafi snöggreiðst þegar hún frétti að Sema stæði að baki því að hún væri í banni á kránni Ölveri og þess vegna hefði hún veist að henni með óbótaskömmum.

Sjá einnig: Sema Erla ætlar að kæra morðhótanir Margrétar

„Þetta eru náttúrlega bara ósannindi og einhverjar samsæriskenningar,“ segir Sema. „Ég hef ekkert með hennar einkalíf að gera, hef aldrei gert og hef ekki nokkurn áhuga á að skipta mér af því hvað þessi kona er að gera í sínu einkalífi þannig að ég veit ekki hvernig henni dettur svona vitleysa í hug. Það er bara ekkert einasta orð af því sem hún segir um þetta sem er satt. Ég hef annað að gera og öðrum að sinna heldur en einstaklingum eins og henni.“

Finnur mikinn stuðning

Mikið hefur gengið á á Facebook og í athugasemdum vefmiðlanna við átakafrétt gærkvöldsins. Stór orð hafa verið látinn falla um þær báðar, Semu og Margréti og sjálf hefur Margrét haft sig talsvert í frammi og hvergi dregið af sér. En hefur Sema orðið fyrir einhverju áreiti eða skeytasendingum í kjölfarið?

„Nei, það hefur verið alveg þveröfugt. Fólk er mikið búið að skilja eftir jákvæðar athugasemdir hjá mér, senda mér skilaboð og hringja og lýsa yfir algerum stuðningi við mig og það sem ég er að gera.

Þetta sýnir náttúrlega bara að flestir hafna bara svona málflutningi og því að við séum að beita ofbeldi og hóta fólki, sem við erum ekki sammála í lífinu, dauða.“ lífláti sem við erum ekki sammála í lífinu.

Maður á auðvitað, sem betur fer, fullt af góðu fólki að og hópur okkar sem stendur gegn hatri og öfgum er mjög stór. Flest okkar vilja bara að allt fólk fái að vera það sjálft í friði. Sama hvaðan það kemur eða hvernig það er á litinn.“

Mun auðvitað kæra

Sema segist hiklaust ætla að kæra Margréti fyrir líkamsárás og morðhótun. „Eitt það fyrsta sem ég gerði eftir þetta var að panta mér tíma hjá lögreglunni til að leggja fram kæru. Ég ætlaði svo sem ekkert að fjalla neitt um þetta mál opinberlega og láta það fyrst fara rétta leið í kerfinu.

Ég mun auðvitað halda þessu til streitu að ég tali nú ekki um þegar ásakanirnar og sagan halda ítrekað áfram að breytast í hennar meðförum,“ segir Sema og vísar til athugasemda og Facebook-færsla Margrétar í gærkvöld og í dag.

„Ég hef ekki gert þessari manneskju nokkurn skapaðan hlut og ég mun bara leggja öll spilin á borðið hjá lögreglunni og sýna fram á að þetta er ekki tilviljanakennd árás og hefur ekkert með einhverja bari eða aðra að gera,“ segir Sema.

„Hún ræðst á mig vegna þess hver ég er og fyrir hvað ég stend. Ásetningurinn er augljós og það er bara mjög hættulegt þegar við erum sem samfélag komin á þann stað að manni standi ógn af fólki vegna þess sem maður gerir eða fyrir hvað maður stendur.“

Sema segir fjölmörg vitni hafa orðið að uppákomunni og hún hafi ekkert að fela. „Það er alveg á hreinu hvað gerðist þarna. Ég sagði ekki eitt orð við þessa manneskju og eina snerting mín við hana var að ég ýtti henni frá mér þegar hún kýldi mig svo hún myndi nú ekki ná að lemja mig meira.

Það voru fjölmörg vitni að þessu sem munu staðfesta allt sem ég hef sagt og skrifað um þetta mál. Ég hef ekkert að fela. Þetta er allt mjög skýrt,“ segir Sema og ítrekar það sem hún sagði í yfirlýsingu sinni frá því í gærkvöld.


Margrét sendi Semu þessa afsökunarbeiðni daginn eftir að hún skytti skapi sínu á henni undir áhrifum.

Undarleg afsökunarbeiðni

„Ég vil bara leggja áherslu á að við eigum að geta verið ósammála í póltík og í lífinu og eigum að geta tekist á um málefnin án þess að þurfa að óttast um líf okkar eða að það verði ráðist á mann úti á götu. Við sem samfélag verðum að hafna slíku og standa föst á því að það er bara ekki í boði.“

Margrét gat þess sérstaklega í yfirlýsingu sinni að hún hafi sent Semu afsökunarbeiðni daginn eftir atvikið en Sema hafi ekki hirt um að svara henni. Sema segist aldrei hafa svarað neinu fá Margréti og hún ætli ekki að byrja á því núna.

„Fyrstu skilaboðin sem Margrét Friðriksdóttir sendi mér voru 2014 og ég hef ekki einu sinni svarað þeim og mér þótti ekki ástæða til að gera það þarna frekar en áður.

Allt sem frá henni kemur eru ósannindi og samsæriskenningar í mínum huga og mér finnst ekki ástæða til að eyða orðum í þetta. Þetta var líka eitthvað allt annað en afsökunarbeiðni í hefðbundnum skilningi þess orðs og ég sá ekki ástæðu til þess að svara þessu frekar en nokkru öðru frá henni í gegnum tíðina.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Margrét veittist að Semu: Hætt að drekka

Innlent

Sema Erla ætlar að kæra morð­hótanir Margrétar

Lífið

Magga Frikka „féll“ á per­sónu­leika­prófi DV: Er Sema Erla

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Auglýsing