Miklar skemmdir hafa orðið á fyrir­tækjum, í­búðar­hús­næðum og öku­tækjum á Reyðar­firði vegna ó­veðurs sem gengið hefur yfir Austur­land undan­farna daga. Bæjar­stjóri Fjarða­byggðar þakkar við­bragðs­aðilum fyrir vel unnin störf, en segir að tjónið sé gríðar­legt.

„Veðrið er enn þá að stríða okkur,“ segir Jón Björn Hákonar­son, bæjar­stjóri Fjarða­byggðar. Hann var staddur er­lendis þegar ill­viðrið gekk yfir, en var að vinna í að komast austur þegar blaða­maður náði á hann.

„Ég var að koma til Kefla­víkur og er að fara leigja mér bíl til þess að komast austur því allt flug hefur fallið niður. Ég ætla sjá hvort vegir fari ekki að opnast svo ég geti komist austur,“ segir Jón.

Íslenska stríðsárasafnið varð fyrir miklum skemmdum.
Mynd/Ásgeir Metúsalemsson
Skemmdir urðu á verkstæði BYKO.
Mynd/Ásgeir Metúsalemsson

Umfangsmikið tjón um allt Austurland

„Ég fylgdist með þessu í gegnum mitt sam­starfs­fólk heima sem er búið að standa sig eins og hetjur, eins og allir á svæðinu. Björgunar­sveitar­menn, starfs­menn og aðrir sem eru búnir að standa vaktina, þakk­læti er mér efst í huga,“ segir Jón.

Hann segir það ljóst að um er að ræða um­fangs­mikið tjón á öllum Austur­fjörðum. „En miðað við lýsingar þá virðist Reyðar­fjörður koma verst út úr þessu. Það er tölu­vert mikið tjón á stofnunum, fyrir­tækjum og á í­búðar­húsum,“ segir Jón.

Miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæðum.
Mynd/Ásgeir Metúsalemsson

Slökkvi­liðs­stöðin að Hrauni varð fyrir miklu tjóni þegar mikil vind­hviða skall á stöðinni. „Sem betur fer slasaðist enginn, það er kannski það sem maður er á­nægðastur með að það voru enginn slys á fólki sem maður hefur heyrt af. Það er stóra málið. En slökkvi­stöðin sem sveitar­fé­lagið á, hún fór mjög illa. Hurðarnar urðu fyrir miklu tjóni og bif­reiðar sem voru inni eru mikið skemmdar,“ segir Jón.

Slökkviliðsstöðin að Hrauni kom illa út úr hvassviðrinu.
Mynd/Vilberg Marínó Jónasson
Gluggar og hurðar urðu fyrir miklum skemmdum.
Mynd/Vilberg Marínó Jónasson
Sem betur fer slasaðist enginn á slökkviliðsstöðinni.
Mynd/Vilberg Marínó Jónasson

Stór verkefni framundan

Hann vonar að hvass­viðrinu fari að ljúka, en björgunar­sveitin er enn að takast á við fjölda út­kalla vegna ó­veðursins.

„Nú bíður okkar það verk­efni að taka saman skemmdir sem hafa orðið á eignum sveitar­fé­lagsins og annars staðar. Svo hefst starf­semi að koma þessu öllu í lag. Við munum að­stoða fyrir­tæki og íbúa ef eitt­hvað er ó­ljóst, en tryggingar­fé­lögin koma svo inn í þetta fyrir fólk. Þannig að það eru ýmis verk­efni sem bíða okkar,“ segir Jón.

Gámur fauk niður hæð á Reyðarfirði.
Mynd/Ásgeir Metúsalemsson
Tré og annar gróður komu illa út úr hvassviðrinu.
Mynd/Ásgeir Metúsalemsson