Bæjar­ráð Sel­tjarnar­ness sam­þykkti nú í kvöld að taka þátt í fjár­mögnun undir­búnings borgar­línu en greidd voru atkvæði um málið á bæjar­stjórnar­fundi nú fyrir kvöld­matar­leyti. Sex af sjö bæjar­full­trúum sam­þykktu málið en Sjálf­stæðis­flokkurinn klofnaði í málinu. Magnús Örn Guð­munds­son, bæjar­full­trúi flokksins, for­seti bæjar­stjórnar og for­maður bæjar­ráðs var eini bæjar­full­trúinn sem kaus gegn málinu.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá birti Sjálf­stæðis­fé­lag Sel­tirninga bókun á Face­book-síðu sinni í dag þar sem fé­lagið kallaði eftir því að full­trúar flokksins í bæjar­ráði myndu ekki skrifa undir um­rædda samninga á fundinum í dag.

Fyrir liggur að með at­kvæða­greiðslunni í dag hefur Sel­tjarnar­nes­bær sam­þykkt að leggja til 16 milljónir í borgar­línu­verk­efnið á­samt öðrum sveitar­fé­lögum á höfuð­borgar­svæðinu. Í bókun stjórnar Sjálf­stæðis­fé­lagsins var verk­efnið sagt bera vott um á­byrgðar­leysi gagn­vart skatt­fé.

Í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag sagði Kristján Hilmar Baldurs­son, for­maður fé­lagsins að sér þætti bærinn vera að skrifa undir auðan tjékka vegna málsins. „Við viljum í raun hvetja til þess að á­kvörðun um málið verði tekin í takt við stefnu­skrá okkar sem var gerð fyrir síðustu sveitar­stjórnar­kosningar og að við stöndum við þau orð sem við settum þar fram,“ segir Kristján. „Okkur finnst við þarna vera að skrifa undir auðan tékka og við vitum ekkert fyrir hverju.“

Sex af sjö bæjar­full­trúm Sel­tjarnar­ness sam­þykktu að taka þátt í verk­efninu en Karl Pétur Jóns­son, bæjar­full­trúi Við­reisnar, á­samt Sigur­þóru Bergs­dóttur og Guð­mundi Ara Sigur­jóns­syni, bæjar­full­trúa Sam­fylkingarinnar veittu málinu at­kvæði sit á­samt Ás­gerði Hall­dórs­dóttur, bæjar­stjóra og Bjarna Torfa Álf­þórs­syni, bæjar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokksins.

Hvorki náðist í Magnús Örn Guð­munds­son né Ás­gerði Hall­dórs­dóttur, bæjar­stjóra Sel­tjarnar­nes­bæjar við vinnslu þessarar fréttar.

Uppfært klukkan 19:50.

Í samtali við Fréttablaðið segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar að hún hafi ekki séð ályktun Sjálfstæðisfélags Seltirninga. Spurð segir hún hinsvegar að það hafi alltaf verið á stefnuskrá að hafa öflugar almenningssamgöngur á Seltjarnarnesi.

„Það hefur alltaf verið á stefnuskrá samstarfsmanna á Seltjarnarnesi að hafa öflugar almenningssamgöngur og vera hluti af strætó. Eins og við erum, við erum hluti af Strætó og viljum öflugar almenningssamgöngur.“