Ekki var farið í grafgötur með hvað átti að táknað hvað í síðasta þætti Verbúðarinnar: Selskinnsjakkinn sem minnti á Halldór Ásgrímsson, og „brattur kall að norðan“ sem kaupir hina heiðgulu Þorbjörgu. Þórarinn Þórarinsson sjálftitlaður lágmenningarblaðamaður Fréttablaðsins ræddi við Margréti Erlu Maack á Fréttavaktinni.

Hér fyrir neðan er spjall Þórarins og Margrétar.

Þórarinn hringdi í Þorstein Má hjá Samherja, sem vildi ekki tala um þetta, en sagðist ekki kannast við þá mynd sem dregin er upp í Verbúðinni. „Það vekur athygli að lykilmaður í raunverulega dramanu, hann kemur af fjöllum.“

Vonir eru bundnar við að einhvers konar framhald verði á Verbúðinni, hvort sem það væri framhald af þessari sögu sem sögð er í þessari seríu, eða einfaldleg að taka fyrir önnur mál sem spegla tiltölulega nýlega Íslandssögu. „Þegar þessum þætti lýkur er sagan rétt að byrja. (...) Kannski vilja þau fara allt annað en gera samt „períódu.“"

Í dag er tískuþáttur í Fréttablaðinu þar sem tískan í þáttunum er til grundvallar.

Myndskeið í viðtalinu eru birt með leyfi RÚV.